Hermennska kynnt í framhaldsskólum

Hermenn. Mynd úr safni.
Hermenn. Mynd úr safni. Reuters

Íslenskur fulltrúi norska hersins hélt kynningu í Verzlunarskóla Íslands, Menntaskólanum í Reykjavík og Hraðbraut. Í samtali við fréttamann RÚV sagðist hann ekki hafa mætt andstöðu frá stjórnendum skólanna. Hann sagði jafnframt að móttökur nemenda hefðu verið betri í ár en áður.

Norskir fjölmiðlar hafa í dag fjallað um íslenska málaliða í norska hernum. Herinn hefur meðal annars leitað fanga i íslenskum framhaldsskólum þar sem kynnt var verkfræðinám norska hersins. Námið kostar engin útgjöld en nemendur eru skuldbundnir til að sinna herskyldu í jafn langan tíma og verkfræðinámið tekur. Nokkrir Íslendingar bíða þess að þreyta inntökuprófið.

Af frétt RÚV að dæma mátti skólastjórnendum þessara skóla vera ljóst hvers kyns var og veittu þeir leyfi fyrir kynningunni. Að vísu var haft eftir Inga Ólafssyni, skólastjóra VÍ, að hann hafi ekki vitað að herskylda fylgdi náminu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert