Smáþjóð getur breytt heiminum

Forsetahjónin héldu hátíðarkvöldverð á Bessastöðum í kvöld Daliu Grybauskaitė, forseta …
Forsetahjónin héldu hátíðarkvöldverð á Bessastöðum í kvöld Daliu Grybauskaitė, forseta Litháens, til heiðurs Ljósmynd Gunnar G. Vigfússon

Viðurkenning íslenskra stjórnvalda á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna 26. ágúst 1991, eða fyrir 20 árum á morgun, föstudag, var staðfesting á því hvernig smáþjóðir geta tekið forystu um að breyta heiminum. Þetta kom fram í máli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í hátíðaræðu vegna heimsóknar Daliu Grybauskaitė, forseta Litháens.

„Það hefur einhvern veginn gleymst að ekki voru allir fylgjandi skrefi okkar. Öflug ríki, bæði í Vestur- og Austur-Evrópu, og handan Atlantshafsins, hvöttu til varfærni og þolinmæði, en Ísland steig fram af djörfung og innan nokkurra daga höfðu önnur ríki fylgt í kjölfarið,“ sagði forsetinn.

„Heimsveldi falla. Einræðisherrar leggja niður vopn sín en ríki sem leitast við að vera frjáls, sjálfstæð og fullvalda hafa farið með sigur af hólmi á síðari tímum, bæði í Evrópu og um gjörvalla heimsbyggðina.“

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert