Guðleysið líka ofstækisfullt

Karl Sigurbjörnsson biskup.
Karl Sigurbjörnsson biskup. Kristinn Ingvarsson

„Átök um trúarbrögð eru í fréttum og allskyns bókstafstrú og trúarofstæki sækja á að maður tali nú ekki um ofstækisfullt guðleysi. Ekki verður annað séð en það sé að koma á daginn að þegar leitast er við að þvinga hið trúarlega undir yfirborðið og þagga niður, eins og mjög er iðkað á Vesturlöndum, líka hér á Íslandi, þá fer ýmiskonar ofstæki að bæra á sér á ólíklegustu stöðum undir lítt geðþekkum formerkjum,“ segir Karl Sigurbjörnsson biskup.

Í viðtali sem birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina ræðir Karl meðal annars trúariðkun og þátt trúarbragðanna í lífi og menningu. Hann segir að þegar henni sé sópað undir teppi þá taki fáfræðin við og fordómar fylgi í kjölfarið.

„Við verðum líka að muna að við skiljum ekki veraldarsöguna nema við horfum á hinn trúarlega þátt. Við skiljum ekki vestræna menningu, listir, bókmenntir, mannskilning, samfélagssýn án þess að gefa kristninni gaum, sögu Biblíunnar, táknkerfi kristninnar.“

Í ár eru 400 ár frá því Hallgrímur Pétursson fæddist og af því tilefni er kominn út bæklingur og bók eftir Karl en í viðtalinu segir hann fólk hafa afar sterkar skoðanir á því hvernig lesa skuli Passíusálmana en þeir hafa til dæmis verið lesnir upp í útvarpinu í 70 ár.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert