Fjölskyldufaðir tæklar Mílanórisa

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar fékk símtal í myndatökunni um …
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar fékk símtal í myndatökunni um Inter Milan. „Þetta er svo absúrd maður,“ sagði hann og gat ekki annað en hlegið. Ómar Óskarsson

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar í Garðabæ, segir í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins að það hafi verið besta ákvörðun lífs síns að segja upp sem rafvirki og byrja í íþróttafræði í HR - þegar góðærið stóð sem hæst. Næsta verkefni Rúnars er viðureign við Inter Milan.

Rúnar Páll er fertugur, giftur Bryndísi Kristjánsdóttur og eiga þau þrjú börn. Hann flutti í Garðabæ 1982 og hefur séð félagið sitt vaxa og dafna. Rúnar segist alveg þora að synda á móti straumnum í lífinu.  „Ég þori því alveg. Ég er rafvirki að mennt og í góðærinu 2005 og 2006 þegar það var bullandi uppgangur og fín laun nennti ég ekki lengur að tengja rafmagn, sagði upp og fór að læra íþróttafræði í HR. Bryndís, kona mín, var að læra sálfræði og við vorum með tvö lítil börn, hús og bíl. En það er besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ segir Rúnar meðal annars í viðtalinu sem lesa má í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert