Hálka á Akureyri

Mynd frá Akureyri úr safni
Mynd frá Akureyri úr safni mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Það snjóaði á Akureyri í nótt og jörð alhvít. Það er því töluverð hálka á götum bæjarins og biður lögregla ökumenn að fara varlega.

Á Ísafirði er komin þíða en þar er talsverð hálka og biður lögregla þar fólk að fara varlega í morgunsárið.

Það eru hálkublettir víða í uppsveitum á Suðurlandi. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á Vesturlandi og á Vestfjörðum. Á Norðurlandi vestra er éljagangur mjög víða, hálka og snjóþekja. Snjóþekja og éljagangur er á Norðausturlandi og verið að hreinsa vegi. Þæfingur og skafrenningur er á Hólasandi.

Hálka og snjókoma er á Fjarðarheiði, hálka og éljagangur á Oddsskarði. Snjóþekja og hálkublettir eru mjög víða á Austurlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert