Súðarvíkurhlíð lokuð

mbl.is/Kristján

Leiðin um Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði. Aðstæður verða metnar í birtingu. Það er hvasst fyrir vestan en ekkert aftakaveður, segir lögreglan.

Ákveðið var að loka veginum milli Skutulsfjarðar og Súðavíkur kl.01:00 í nótt af öryggisástæðum. En snjóflóðahætta er á Súðavíkurhlíð og veðurspáin fyrir nóttina var ekki hagstæð.

Varað er við snjóflóðahættu á Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarvegi. Vegurinn um Siglufjarðarveg er lokaður.


Norðan 15-20 m/s og snjókoma eða slydda NV-til, en annars 10-15 og él. Norðaustan 13-20 eftir hádegi, hvassast NV-til og snjóar N- og A-lands, en léttir heldur til syðra. Norðaustan 8-15 og dálítil él á morgun, en bjart með köflum S- og V-lands. Frost víða 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við sjávarsíðuna, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert