Nokkrir með óheilsusamlegt vatn

Vatnslítið er á Vatnsleysuströnd. Fólk á nokkrum bæjum þarf að …
Vatnslítið er á Vatnsleysuströnd. Fólk á nokkrum bæjum þarf að nota hitaveituvatn sem neysluvatn eða sjóða vatn. Ljósmynd/Vogar

Íbúar á nokkrum bæjum í dreifbýlinu á Vatnsleysuströnd eru í vandræðum vegna þess að neysluvatn er ekki drykkjarhæft. Afar dýrt er að bora nýjar holur og þó sérstaklega að leggja leiðslur.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að einhverjir telja sig geta fengið betri þjónustu hjá Hafnarfjarðarbæ en Sveitarfélaginu Vogum og er hafin umræða um að óska eftir færslu sveitarfélagamarka þannig að dreifbýlið færist undir Hafnarfjarðarbæ.

„Ég vissi að vatnið í Brunnastaðahverfinu er mengað, svo mengað að ekki er hægt að drekka það. Ég drakk það fyrir mistök og það hljóp á mig, ég fékk niðurgang. Sama gerðist þegar nýtt fólk kom á annan bæ fyrir ári, þau urðu veik,“ segir Virgill Scheving Einarsson sem á þrjár jarðir á Vatnsleysuströnd og býr á Efri-Brunnastöðum. Hann segist verða að kæla hitaveituvatn til neyslu eða sjóða borholuvatnið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert