Inflúensan af stað og breiðist út

Brýnt er að fólk haldi sig heima ef það er …
Brýnt er að fólk haldi sig heima ef það er veikt. mbl.is/afp

Flensan er komin af stað og breiðist út í samfélaginu. Þeim fjölgar hratt sem greinast með inflúensulík einkenni milli vikna, samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis.

Þessar upplýsingar eru byggðar á tilkynningum frá heilsugæslustöðvum landsins. Flensan í ár hagar sér með svipuðum hætti og síðustu ár. Hún hefur ekki náð toppi ennþá og er talið líklegt að hún muni gera það eftir a.m.k. tvær til þrjár vikur.

Fólk er hvatt til að þvo sér vel og oft um hendur. Þá brýnir embættið fyrir fólki að halda sig heima ef það er veikt, það gildir jafnt um börn og fullorðna svo það smiti ekki aðra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert