Falla frá lokun bílageymslunnar

Eldvarnir í bílageymslunni hafa verið óvinunandi í áratugi.
Eldvarnir í bílageymslunni hafa verið óvinunandi í áratugi. mbl.is/Ómar

Fallið hefur verið frá lokun bílageymslu í Hamraborg í Kópavogi þar sem skilyrði sem sett höfðu verið af Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru uppfyllt. Gögn bárust frá Hamraborgarráðinu síðastliðinn föstudag en það hafði frest til sunnudagsins 15. febrúar.

Deilt hafði verið um uppsetningu brunavarna í bílageymslu Hamraborgar 14 til 38. Eldvarnir þar hafa verið óviðunandi í áratugi og ákvað slökkviliðsstjóri um miðjan desember að loka efri hluta bílageymslunnar til að tryggja öryggi íbúa. Slökkviliðið hefur meðal annars sagt að geymslan sé brunagildra og þar geti skapast hætta á stórfelldum eldsvoða.

Að sögn Jóns Viðars Matthíassonar, slökkviliðsstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, gögn um samning við verktaka og verkáætlun á meðal þeirra gagn sem þurfti að skila inn. Sett voru skilyrði um að samningur yrði gerður við verktaka sem myndi búa þannig um hnútana að brunavarnakerfið verði í lagi.

Þó búið sé að falla frá lokuninni verður framkvæmdunum vissulega fylgt eftir og þess gætt að staðið verði við verkáætlanir. „Þetta mál er ekki búið fyrr en við förum ásamt þar til gerðum aðilum og tökum út verkið,“ segir Jón Viðar.

Fréttir mbl.is:

Fengu frest til að bæta eldvarnir. 

Deilan um brunagildruna óleyst

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert