Aflahrota og mok hjá nánast öllum

Landað á góðum degi í Sandgerði.
Landað á góðum degi í Sandgerði. mbl.is/Reynir Sveinsson

„Það hefur verið mokveiði við Reykjanesið hjá öllum sem sækja í þorskinn. Ég man ekki eftir öðrum eins landburði af fiski hjá minni bátunum og er ég þó búinn að vera í þessu frá 1988,“ segir Guðjón Þ. Ólafsson, útgerðarmaður Óla Gísla GK frá Sandgerði.

Þegar gefið hefur undanfarið hefur veiðst mjög vel og náði aflahrotan hámarki á þriðjudaginn áður en vonskuveður skall á. „Þetta var algjört ævintýri,“ segir Grétar Sigurbjörnsson, hafnarstjóri í Sandgerði, í Morgunblaðinu í dag.

Guðjón segir að mokveiði sé hjá nánast öllum og minni línubátar, sem ekki eru á flótta undan þorskinum, hafi margir tvíhlaðið. Slíkt teljist vart lengur til tíðinda. Auk heimabáta landa bátar víða að í Sandgerði, en þó einkum úr Grindavík blási vindáttir þannig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert