Innlagnir í hópi eldri notenda að aukast

Frá kannabisræktun sem upprætt var í Hafnarfirði.
Frá kannabisræktun sem upprætt var í Hafnarfirði. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Kannabisnotkun Íslendinga hefur að undanförnu dregist saman meðal þeirra sem ekki eru orðnir tvítugir.

Á móti hefur hún aukist töluvert hjá þeim sem eldri eru og er svo komið að þeir sem missa tök á kannabisneyslu og þurfa aðstoð hjá SÁÁ eru margir yfir fertugt. Þetta segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ.

„Við fáum alltaf fleiri og fleiri til okkar á hverju ári sem eru háðir kannabis. Aðgengið vex, einkum hjá þeim sem eru eldri. Þeir sem koma til okkar eru margir yfir fertugt. Það komu ekki margir á þeim aldri fyrir tíu árum en nú er það orðið talsverður fjöldi,“ segir Þórarinn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert