„Menn eru að tala saman“

Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs starfsgreinafélags, segir kjaraviðræður félagsins þokast áfram. Voru kjör starfs­manna und­ir­verk­taka á at­hafna­svæði ALCOA Fjarðaáls rædd í dag á fundi í Karphúsinu en eins og áður hefur komið fram var fyr­ir­huguðu verk­falli starfs­manna und­ir­verk­tak­anna frestað um átta sól­ar­hringa á síðasta samningafundi félagsins hinn 11. apríl sl. þegar árangur náðist.

„Það er verið að vinna í málunum. Menn eru að tala saman og ætla að halda áfram í fyrramálið,“ segir Hjördís en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert