Auka ráðstöfunartekjur allra hópa

Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra kynntu í dag aðgerðir ríkisstjórnar Íslands til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almennum markaði, á blaðamannafundi í Stjórnarráðinu

Aðgerðirnar felast meðal annars í breytingum á tekjuskatti einstaklinga og ráðstöfunum í húsnæðismálum.

„Þessar skattkerfisbreytingar miða að því að bæta við það sem verið er að semja um á almennum markaði,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, á fundinum í dag. Forsætisráðherra kallaði þessar breytingar töluvert umfangsmiklar og sagði að með þessu væri ríkið að stefna að því að bæta kjör millistéttarfólks.

Hann sagði jafnframt að skynsamlegast væri að atvinnurekendur leggi sérstaka áherslu á að bæta lægri raun rétta hlut þeirra tekjulægstu á meðan ríkið stefnir að því að bæta kjör millistéttarfólks.

„Með þessu munu ráðstöfunartekjur allra hópa aukast,“ sagði Sigmundur. 

Forsætisráðherra greindi einnig frá áætluðum úrbótum á húsnæðismálum. Gert er ráð fyrir byggingu 2.300 nýrra félagslegra íbúða á fjórum árum. Sigmundur kallaði þessar aðgerðir mjög umfangsmiklar. „Ef þetta er sett í samhengi þá er þetta álíka mikill fjöldi og allar íbúðir í Borgarnesi, Stykkishólmi, Grunarfirði og Ólafsvík.“

Hann sagði jafnframt að þessar aðgerðir skipti miklu máli, sérstaklega fyrir þá sem hafa kost á félagslegu húsnæði. 

Fyrri frétt mbl.is:

Lækka tekjuskatt einstaklinga

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar skipta miklu við gerð kjarasamninga.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar skipta miklu við gerð kjarasamninga.
Eygló Harðardóttir, Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kynna aðgerðir …
Eygló Harðardóttir, Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar á fundi í dag. mbl.is/Golli
Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra, kynnir aðgerðir í húsnæðismálum á fundi í …
Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra, kynnir aðgerðir í húsnæðismálum á fundi í morgun. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert