Stelkur gengur jaðrakan í móðurstað

Jaðrakanunginn heldur sig til hlés í stelkshreiðrinu þar sem hann …
Jaðrakanunginn heldur sig til hlés í stelkshreiðrinu þar sem hann var skilinn eftir ásamt systkinum sínum. Ljósmynd/Böðvar Þórisson

Ungar jaðrakans fundust í stelkshreiðri í Önundarfirði nýverið.

Stelkurinn hafði haldið á þeim hita og gætti þeirra vel, en jaðrakanseggin voru fjögur talsins en egg stelksins var eitt. Þrír jaðrakansungar hafa þegar klakist út.

Í Morgunblaðinu í dag telur Böðvar Þórisson, forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða, sem gekk fram á hreiðrið, mestar líkur á að jaðrakaninn hafi yfirgefið eggin vegna kulda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert