Þorgerður nýr útvarpsleikhússtjóri

Þorgerður E. Sigurðardóttir.
Þorgerður E. Sigurðardóttir. Ljósmynd/Ríkisútvarpið

Þorgerður E. Sigurðardóttir hefur verið ráðin útvarpsleikhússtjóri og tekur hún við af Viðari Eggertssyni 1. desember. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Ríkisútvarpinu að Þorgerður hafi víðtæka reynslu á sviði útvarps, bókmennta og leiklistar.

Þorgerður er með BA-gráðu í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og BA-gráðu í leikmynda-og búningahönnun frá Nottingham Trent University. Ennfremur hefur hún lagt stund á nám í heimilda- og fléttuþáttagerð fyrir útvarp. Þá hefur hún meðal annars verið stundakennari við Háskóla Íslands í almennri bókmenntafræði og við Listaháskóla Íslands í sviðslistadeild og listkennsludeild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert