Varað við úrkomu síðdegis

Búast má við talsverðri úrkomu á Suður- og Vesturlandi síðdegis, samkvæmt athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næsta sólarhring:

Hægt vaxandi suðaustanátt og fer að rigna í dag, en þurrt norðaustantil fram eftir degi. Austan 8-18 og rigning eða slydda síðdegis, hvassast á Suður- og Vesturlandi. Snýst í hægari suðvestanátt suðvestanlands í kvöld. Hiti 0 til 8 stig yfir daginn, mildast syðst.

Á miðvikudag:

Norðan og norðaustan 5-13 m/s. Rigning eða slydda norðan- og Austanlands, en úrkomulítið síðdegis. Þurrt að mestu í öðrum landshlutum. Hiti 0 til 8 stig, mildast syðst.

Á fimmtudag:
Snýst í heldur vaxandi suðaustanátt. Rigning eða slydda sunnan til, annars úrkomulítið en slydda eða snjókoma á norðanverðu landinu um kvöldið. Hiti kringum frostmark, en 0 til 5 stiga hiti sunnanlands.

Á föstudag:
Suðlæg átt og skúrir eða slydduél, en þurrt og bjart veður á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.

Á laugardag og sunnudag:
Norðanátt og kólnandi veður. Snjókoma eða él, en að mestu þurrt  sunnan til.

Á mánudag:
Útlit fyrir þurrt og kalt veður, en él vestast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert