Aðgerðum hætt við Ægisgarð

Sjó er dælt úr Perlunni.
Sjó er dælt úr Perlunni. mbl.is/Júlíus

Um hálftíu hófst dæling sjávar úr sanddælingarskipinu Perlunni sem sökk í Gömlu höfninni við Ægisgarð að morgni mánudags. Nú rétt um tíu þurfti að stöðva dælurnar en leki kom upp í skipinu. Kafari var sendur að skipinu sem vinnur nú að því að þétta það.

Einhver töf hefur orðið á verkinu en upphaflega var stefnt að því að hefja dælingu klukkan fimm í dag.  Áætlað sé að það taki um sex klukkustundir að dæla sjó úr skipinu. 

UPPFÆRT kl 23:14

Aðgerðum við Ægisgarð hefur nú verið hætt og verður staðan tekin í fyrramálið. 

Einhver töf hefur orðið á verkinu en stefnt var að …
Einhver töf hefur orðið á verkinu en stefnt var að því að dæling hæfist klukkan fimm í dag. mbl.is/Júlíus
mbl.is/Júlíus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert