Sundabrautin ofan í skúffu

Svona gæti Sundabraut legið, yfir Álfsnes, Gunnunes, Geldinganes, Gufunes og …
Svona gæti Sundabraut legið, yfir Álfsnes, Gunnunes, Geldinganes, Gufunes og áfram til Reykjavíkur. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Þegar ekið er til og frá borginni á Vesturlandsvegi er farið um hvert hringtorgið á fætur öðru og aksturinn tekur sinn tíma. Ökumenn margir hverjir horfa út á sundin blá og hugsa með sér: Hvenær kemur eiginlega þessi Sundabraut?

Staðan á þeim áformum er sú að ökumenn verða að bíða enn um sinn í allnokkur ár. Engar alvarlegar viðræður hafa átt sér stað milli ríkis og borgar, þrátt fyrir fögur fyrirheit og ótal ályktanir og bókanir gegnum tíðina.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að samkvæmt upplýsingum úr innanríkisráðuneytinu er biðstaða í málinu og ekki horfur á að nokkuð gerist á næstu mánuðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert