Líflegt á bryggjunni á Siglufirði í haust

Gullhólmi frá Stykkishólmi hefur landað grimmt á Siglufirði frá að …
Gullhólmi frá Stykkishólmi hefur landað grimmt á Siglufirði frá að hann hóf róðra. Ljósmynd/Guðmundur Gauti Sveinsson

Línubátar hafa verið mun lengur á miðum fyrir Norðurlandi en venjan er og landa margir þeirra afla á Siglufirði.

Fjölmargir bátar frá Suðurnesjum og Snæfellsnesi róa á Norðurlandsmið og koma yfirleitt með mikinn afla í land. Aflanum er síðan skutlað upp í bíl og hann keyrður á Suðurnes og Snæfellsnes.

„Það er búið að vera ævintýri hér í mörg ár. Bátar hafa alltaf komið á þessar slóðir á haustin en ekki verið svona lengi,“ segir Steingrímur Óli Hákonarson hjá Fiskmarkaði Siglufjarðar sem sér um alla löndun á Siglufirði. Línubátar frá Þorbirni í Grindavík, þrír bátar Stakkavíkur, auk heimabáta og báta víðs vegar að hafa landað miklum verðmætum á Siglufirði, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert