Rafmagnstruflun á Seyðisfirði

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. mbl.is/Rax

Rafmagn fór af Seyðisfirði klukkan fjögur í nótt í stutta stund en var komið á aftur nokkrum mínútum síðar. Fram kemur á vef Landsnets að Seyðisfjarðarlína hafi leyst út og valdið straumleysi í bænum. Rafmagn var komið aftur á átta mínútum síðar.

„Búast má við talsverðri vindáraun á línur austantil á landinu frá Eyjafjöllum í suðri og Eyjafirði í norðri frá þvi um miðnætti í kvöld fram undir hádegi á morgun [í dag]. Eftir hádegi má áfram búast við hvassviðri eða stormi NA-til á landinu,“ segir á vef Landsnets.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert