Umfangsmiklar skemmdir á Austfjörðum

Grjóthleðsla undir Randulffssjóhúsinu er farin að láta undan.
Grjóthleðsla undir Randulffssjóhúsinu er farin að láta undan. Ljósmynd/Jens G. Helgason

„Hér er mikið búið að ganga á í nótt. Veður sem ekki hefur sést í manna minnum,“ segir Sævar Guðjónsson á Mjóeyri í Eskifirði. Bryggjur sem þar hafa staðið í rúm hundrað ár eru nú farnar.

Frétt mbl.is: Stjörnuvitlaust veður á Eskifirði

„Þó hafa þær verið endurnýjaðar reglulega. Þá eru enn aðrar bryggjur skemmdar,“ segir Sævar.

Þar sem hann býr hefur sjórinn grafið tvo metra úr eyrinni. „En sem betur fer voru engin slys á fólki. Það voru hér ferðamenn inni í húsi og það væsti svo sem ekkert um þá. En auðvitað líst mönnum ekkert á þetta, þegar aldan kemur óbrotin heim að húsi.“

Sævar segir engin fordæmi vera fyrir ofsaveðri sem þessu. „Það hefur aldrei verið svona veður og heldur ekki svona há sjávarstaða. Ekkert í líkingu við þetta.“

Bryggjan við Svanssjóhús virðist ónýt.
Bryggjan við Svanssjóhús virðist ónýt. Ljósmynd/Jens G. Helgason

Grjótverja þarf bæinn að nýju

Jens Garðar Helgason formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð segir í samtali við mbl.is að malbik hafi flest ofan af veginum í Eskifirði.

„Útbærinn er virkilega illa farinn. Það eru farnar tvær gamlar bryggjur og sér mjög á Mjóeyrinni. Þar er gamalt leiði, frá síðustu aftökunni á Austurlandi árið 1786, það er nánast komið í sjó niður. Skemmdir eru víða og búið er að loka aðalgötunni að hluta, þar sem malbikið flettist upp.“

Spurður hvað taki við núna segir Jens að bíða þurfi þess að veðrið taki að lægja áður en hægt verður að gera nokkuð. 

„Við þurfum að setjast niður og meta þetta. Við munum þá mynda aðgerðaáætlun um hvernig eigi að klára að grjótverja bæinn og sjá til þess að þetta gerist ekki aftur með þessum hætti. Þá þarf að endurbyggja bryggjur og fleira.“

Hús hákarla-Guðjóns stendur tæpt og bryggjan er farin.
Hús hákarla-Guðjóns stendur tæpt og bryggjan er farin. Ljósmynd/Jens G. Helgason

Notuðu lyftara til að halda þakinu

Vegurinn inn í bæinn á Fáskrúðsfirði er illa farinn eftir veðurofsann sem gengið hefur þar yfir í nótt og í morgun. Fréttaritari mbl.is á staðnum, Albert Kemp, segir að 600 metra kafli sé einna verstur. 

„Sá kafli er ekkert nema grjót,“ segir Albert og bætir við að ein gatan, sjávargata, sé nánast horfin. „Það er bálhvasst og búið að vera snarvitlaust síðan í gærkvöldi. Nú er hann að snúa sér í sunnanátt en hefur ekki gengið mikið niður.“

Albert segir enn fremur að lyftari hefur verið notaður til að halda þaki niðri á einu húsi í bænum.

Grjót og aur gengu upp á húsnæði Fjarðaþrifs.
Grjót og aur gengu upp á húsnæði Fjarðaþrifs. Ljósmynd/Jens G. Helgason
Sjórinn er genginn langt upp að baðaðstöðu ferðaþjónustunni á Mjóeyri
Sjórinn er genginn langt upp að baðaðstöðu ferðaþjónustunni á Mjóeyri Ljósmynd/Jens G. Helgason
Mikið sér á Mjóeyri yst í bænum. Leiði til minningar …
Mikið sér á Mjóeyri yst í bænum. Leiði til minningar um síðustu aftökuna er nánast komið í sjóinn. Ljósmynd/Jens G. Helgason
Strandgatan er mikið skemmd á köflum. Malbik hefur flest ofan …
Strandgatan er mikið skemmd á köflum. Malbik hefur flest ofan af veginum. Ljósmynd/Jens G. Helgason
Sæbergshúsið var eitt þeirra húsa sem skemmdust í óveðrinu.
Sæbergshúsið var eitt þeirra húsa sem skemmdust í óveðrinu. Ljósmynd/Jens G. Helgason
Svanssjóhús stendur óvarið ógnaröflum sjávar.
Svanssjóhús stendur óvarið ógnaröflum sjávar. Ljósmynd/Jens G. Helgason
Sjávargatan í Fáskrúðsfirði er illa leikin að sögn fréttaritara mbl.is.
Sjávargatan í Fáskrúðsfirði er illa leikin að sögn fréttaritara mbl.is. mbl.is/Albert Kemp
Vegurinn var nánast horfinn áður en grjótið var rutt af …
Vegurinn var nánast horfinn áður en grjótið var rutt af honum. mbl.is/Albert Kemp
Vel sést hvernig grjótið hefur gengið yfir smábátabryggjuna í firðinum.
Vel sést hvernig grjótið hefur gengið yfir smábátabryggjuna í firðinum. mbl.is/Albert Kemp
Þjóðvegurinn inn í bæinn var þakinn grjóti eftir óveðrið. Búið …
Þjóðvegurinn inn í bæinn var þakinn grjóti eftir óveðrið. Búið er að taka mesta grjótið þegar myndin er tekin. mbl.is/Albert Kemp
Lyftari var notaður til að halda húsþaki niðri en hornið …
Lyftari var notaður til að halda húsþaki niðri en hornið sneri mót vindi. mbl.is/Albert Kemp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert