Framhaldsskólanemar fá að dansa örlítið lengur

Hver framhaldsskóli má nú óska eftir því að eitt skólaball …
Hver framhaldsskóli má nú óska eftir því að eitt skólaball á ári standi til klukkan tvö. Almennt mega skólaböll standa til klukkan eitt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tillaga þess efnis að breyta málsmeðferðarreglum borgarinnar þannig að hver framhaldsskóli megi halda skóladansleik til klukkan tvö eftir miðnætti einu sinni á hverju skólaári var samþykkt á fundi borgarráðs í vikunni.

Skóladansleikir tilheyra tækifærisleyfum og mega því standa til klukkan eitt, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Tillagan var lögð fram í framhaldi af afgreiðslu leyfis vegna nemendamóts Verzlunarskóla Íslands, sem fram fór á fimmtudag. Sú hefð hefur myndast í gegnum árin að hver skóli geti óskað eftir leyfi til klukkan tvö einu sinni á ári. Þeirrar hefðar er hins vegar hvergi getið í málsmeðferðarreglum borgarráðs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert