Þæfingsfærð í Kjósarskarði

Það eru hálkublettir á Hellisheiði og hálka í Þrengslum
Það eru hálkublettir á Hellisheiði og hálka í Þrengslum mbl.is/Malín Brand

Það eru hálkublettir á Hellisheiði og hálka í Þrengslum en þæfingsfærð á Mosfellsheiði og í Kjósarskarði. Hálka eða hálkublettir eru einnig á nokkrum útvegum á Suðurlandi.

Hálka eða hálkublettir eru á vegum á Vesturlandi en snjóþekja á Bröttubrekku og þæfingsfærð á Fróðárheiði.

Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum en þæfingsfærð á Kleifaheiði, Klettshálsi og Steingrímsfjarðarheiði. Ófært er á Þröskuldum. 

Hálka eða hálkublettir eru Norðurlandi vestra en á Norðausturlandi er hálka eða snjóþekja og víða snjókoma eða éljagangur. Þungfært er á Mývatnsöræfum.

Það er hálka á flestum leiðum á Austurlandi en þæfingsfærð á Fjarðarheiði en unnið að hreinsun. Greiðfært er með suðausturströndinni suður að Eldhrauni en þar eru hálkublettir á kafla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert