Stjörnuver og íshellir í Öskjuhlíð

Sýnishorn úr hugmyndavinnu Perlu norðursins.
Sýnishorn úr hugmyndavinnu Perlu norðursins.

Stærsta náttúrusýninga landsins opnar í Perlunni í lok árs 2017. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirritaði í gær leigusamning við fyrirtækið Perla norðursins, sem hyggst m.a. setja upp fyrsta stjörnuver landsins og manngerðan íshelli í Öskjuhlíðinni.

„Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða. Það hefur ríkt ákveðinn óvissa um hvernig best væri að nýta Perluna en vilji borarinnar hefur verið að hér verði sýning um náttúru Íslands. Með þessum samningi verður það að veruleika og á eftir að draga fólk að, bæði Íslendinga og ferðamenn. Perlan mun þannig gegna mikilvægu hlutverki í borgarlífnu,“ segir Dagur.

Sýnishorn úr hugmyndavinnu Perlu norðursins.
Sýnishorn úr hugmyndavinnu Perlu norðursins.

Markmið sýningarinnar er að fræða gesti um náttúru Íslands og verður lögð áhersla á að tengja fræðin við sögur Íslendinga og hamfarir. Þá mun grunnskólabörnum í Reykjavík gefast kostur á að heimsækja sýninguna ásamt kennurum sínum tvisvar á skólagöngunni.

Sýnishorn úr hugmyndavinnu Perlu norðursins.
Sýnishorn úr hugmyndavinnu Perlu norðursins.

„Sýningin í Perlunni verður lyftistöng fyrir almenna náttúrfræðiþekkingu í landinu og fjölmargir sérfræðingar framtíðarinnar í náttúrúvísindum eiga eftir að næra áhugann í Perlunni. Við erum þakklát og stolt yfir því að fá tækifæri til að setja upp stærstu náttúrúsýningu landsins í jafn mikilvægu kennileiti í höfuðborginni og Perlan er. Við munum leggja mikla áherslu á faglegan grunn í öllu fræðsluefni fyrir gesti sýningarinnar,“ segir Helga Viðarsdóttir, stjórnarformaður Perlu norðursins.

Frá undirritun leigusamningsins.
Frá undirritun leigusamningsins.

Stefnt er að því að opna stjörnuverið og ísgöngin á vormánuðum 2017.

Frá undirritun leigusamningsins.
Frá undirritun leigusamningsins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert