335 milljónir í sakarkostnað 

Kaupþing.
Kaupþing. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Þau sem ákærð voru í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings þurfa samanlagt að greiða 67,2 milljónir í sakarkostnað fyrir Hæstarétti. Samtals er sakarkostnaður í málinu fyrir bæði héraðsdómi og Hæstarétti kominn í um 340 milljónir. 

Frétt mbl.is: Allir sakfelldir í Kaupþingsmáli

Þau sem voru dæmd í mál­inu voru Hreiðar Már Sig­urðsson, fyrr­ver­andi for­stjóri bank­ans, Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður bank­ans, Magnús Guðmunds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings í Lúx­em­borg, Ingólf­ur Helga­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings á Íslandi, Ein­ar Pálmi Sig­munds­son, fyrr­ver­andi for­stöðumaður eig­in viðskipta Kaupþings, Birn­ir Sær Björns­son og Pét­ur Krist­inn Guðmars­son, starfs­menn eig­in viðskipta, Bjarki Diego, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri út­lána Kaupþings, og Björk Þór­ar­ins­dótt­ir, fyrr­ver­andi lána­full­trúi í lána­nefnd bank­ans.

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þarf að greiða um …
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þarf að greiða um 45 milljónir í sakarkostnað í málinu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hreiðar Már var dæmdur til að greiða tæplega 13 milljónir í málsvarnarlaun. Sigurður þarf að greiða 6,5 milljónir, Ingólfur 16,7 milljónir, Einar Pálmi 5,3 milljónir, Birnir og Pétur hvor sínar 6,3 milljónir, Bjarki 5,6 milljónir, Magnús 2,5 milljónir og Björk 1,4 milljón. Ríkissjóður greiðir hins vegar þrjá fjórðu hluta málsvarnarlauna fyrir Magnús og Björk, samtals um 11,7 milljónir. Þá þurfa ákærðu að greiða 3,6 milljónir óskipt í annan áfrýjunarkostnað, en Magnús og Björk fjórðung hvort.

Fyrir höfðu ákærðu verið dæmd til að greiða 165,6 milljónir í málsvarnarkostnað og ríkið 97,2 milljónir.

Samtals er því sakarkostnaður í þessu máli kominn upp í um 340 milljónir króna.

Hreiðar Már og Ingólfur þurfa að greiða hæstu upphæðina í sakarkostnað, en heildarhlutur þeirra er á bilinu 44-45 milljónir hvors.

Ingólfur Helgason þarf að greiða verjanda sínum um 45 milljónir.
Ingólfur Helgason þarf að greiða verjanda sínum um 45 milljónir. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert