Ölvunarakstur er kostnaðarsamur fyrir samfélagið

Þrjú banaslys í ár má rekja til ölvunaraksturs. 18 hafa …
Þrjú banaslys í ár má rekja til ölvunaraksturs. 18 hafa látist í umferðarslysum það sem af er ári. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Kostnaður vegna ölvunarslysa í umferðinni verður rúmir þrír milljarðar á þessu ári, hann rúmlega fjórfaldast milli áranna 2015 og 2016, samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu.

Þá sýnir ný könnun á viðhorfi og aksturshegðun Íslendinga að hærra hlutfall fólks tekur þá áhættu að aka eftir neyslu áfengs drykkjar núna en fyrir þremur árum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

71% segist aldrei aka eftir neyslu eins glass af áfengum drykk núna en árið 2013 var það hlutfall 76%. 1% svarenda sagðist oft hafa ekið eftir neyslu eins glass af áfengum drykk á undanförnum 6 mánuðum, 5% sögðust gera það stundum og 23% sjaldan.

Heildarkostnaður vegna ölvunarslysa var 721 milljón árið 2015. Samkvæmt fyrirliggjandi niðurstöðu slysaskráningar Samgöngustofu varðandi umferðarslys á fyrstu 10 mánuðum þessa árs er kostnaðurinn vegna ölvunarslysa kominn í u.þ.b. 2,7 milljarða króna. Miðað við spágildi byggt á 10 fyrstu mánuðum ársins og tölfræði undanfarinna ára má ætla að þessi kostnaður verði kominn í rúma 3 milljarða króna í lok árs 2016. Það er rúmlega fjórföldun þess kostnaðar sem samfélagið bar árið 2015 sökum umferðarslysa sem rakin eru til aksturs undir áhrifum áfengis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert