Nær milljón ferðamenn óku um á bílaleigubílum í fyrra

Erlendir ferðamenn aka drjúgt um landið.
Erlendir ferðamenn aka drjúgt um landið.

Áætlað er að árið 2016 hafi um 960 þúsund erlendir ferðamenn nýtt sér bílaleigubíla á Íslandi (56% gestanna), samanborið við um 480 þúsund árið 2014 (48%) og 166 þúsund árið 2009 (33%).

Þá er áætlað að 16 þúsund bílaleigubílar hafi verið í útleigu til erlendra ferðamanna í ágúst í fyrra, en þann mánuð voru þeir flestir.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í greinargerðinni „Akstur og öryggi erlendra ferðamanna 2016“ sem birt hefur verið á heimasíðu Vegagerðarinnar og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag. Kemur m.a. fram, að áætlað sé að erlendir ferðamenn hafi ekið bíleigubílum alls um 540 milljónir kílómetra á Íslandi árið 2016.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert