Góð stemning á Breiðholtsfestivali

Gestir Breiðholtsfestival nutu veðurblíðunnar í skúlptúrgarðinum Ystaseli í gær.
Gestir Breiðholtsfestival nutu veðurblíðunnar í skúlptúrgarðinum Ystaseli í gær. mbl.is/Hanna

Listahátíðin Breiðholtsfestival var haldin í þriðja sinn í gær í skúlptúrgarðinum Ystaseli. „Við vorum ótrúlega heppin með veður,“ segir Selma Reynisdóttir, einn aðstandenda hátíðarinnar, og bætir við að hátíðin hafi verið vel sótt og góð stemning.

Hátíðin var fyrst haldin sumarið 2015 en á bak við hátíðina eru aðstandendur hljóðversins Gróðurhúsið í Vogaseli sem í ár á 20 ára afmæli. Vilja þau þar með vekja athygli á þeirri list sem á sér stað í Breiðholtinu og kynna það fyrir íbúum hverfisins. „Við leggjum áherslu á að halda upp á allt sem er að gerast í Breiðholtinu og þá listamenn sem koma þaðan,“ segir Selma.

Góð stemmning var á Breiðholtsfestival sem haldið var í Seljahverfi …
Góð stemmning var á Breiðholtsfestival sem haldið var í Seljahverfi í gær. mbl.is/Hanna

Leiksýning, innsetning, matarmarkaður og fleira

Hluti af hátíðinni í ár var leiksýningin Hún pabbi sem sýnd var í Borgarleikhúsinu í vetur um samband Hannesar Óla Ágústssonar leikara við föður sinn sem er transkona. Er þetta í fyrsta sinn sem leiksýning er hluti af hátíðinni.

Einnig voru þau Tanja Leví, fatahönnuður og Loji Höskuldsson, mynd- og tónlistarmaður, með innsetningu á verkinu Upp með sokkana! í Ölduselslaug ásamt því að ýmsir þekktir tónlistarmenn tróðu upp. Þar á meðal voru þær Sóley, Ólöf Arnalds og hljómsveitin RuGl.

Á hátíðinni í ár voru leiksýning, innstilling, matarmakaður og tónleikar …
Á hátíðinni í ár voru leiksýning, innstilling, matarmakaður og tónleikar svo eitthvað sé nefnt. Julie Rowland

Á svæðinu var einnig matarmarkaður þar sem tyrkneskur og nepalskur matur var á boðstólum meðal annars góðgætis úr hverfinu. Var nepalski maturinn svo vinsæll í ár að aðstandendur þurftu að loka, fara heim og elda meira til að anna eftirspurn.  

Klárt er að hátíðin er að festast í sessi hjá mörgum en orðspor hennar berst manna á milli. „Við sjáum að við erum komin með fastan hóp sem er að koma aftur og kemur með fleira fólk með sér og það er mjög gaman að sjá það,“ segir Selma. Sé það besta hrósið sem hægt sé að fá.

Gestir hátíðarinnar skemmtu sér í Ölduselslaug þar sem Tanja Leví …
Gestir hátíðarinnar skemmtu sér í Ölduselslaug þar sem Tanja Leví og Loji Höskuldsson voru með innsetningu á verkinu Upp með sokkana! Julie Rowland
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert