Fornbílaklúbburinn heimsækir forsetann

Forsetinn bauð í kaffi í tilefni heimsóknarinnar.
Forsetinn bauð í kaffi í tilefni heimsóknarinnar. mbl.is/Guðrún

Fornbílaklúbbur Íslands er nú á Bessastöðum í heimsókn hjá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Yfir 50 bílar fornbílar eru fyrir utan Bessastaði á meðan eigendur þeirra þiggja kaffiveitingar hjá forseta Íslands. 

„Fornbílarnir bera þess merki að ef maður vandar sig og gerir hlutina vel þá borgar það sig,” sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, þegar hann ávarpaði gestina. Þeir færðu honum einnig gjöf meðal annars dagatal fornbílaklúbbsins. 

Meðlimir fornbílaklúbbsins vildu greinilega hitta forsetann því mun fleiri mættu en reiknað var með og var salurinn á Bessastöðum því þétt setinn.

Fornbílarnir voru flottir á að líta.
Fornbílarnir voru flottir á að líta. mbl.is/Guðrún Erlingsdóttir
mbl.is/Guðrún
mbl.is/Guðrún
mbl.is/Guðrún
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert