Heimilisofbeldi og líkamsárás

Lögreglunni barst tilkynning um heimilisofbeldi og líkamsárás í heimahúsi í Vesturbænum skömmu fyrir klukkan eitt í nótt. Lögreglan fór með árásarmanninn á lögreglustöð og ræddi við hann en hann fékk síðan að fara að því loknu.

Skömmu fyrir fjögur í nótt var tilkynnt til lögreglu um mann sem lamdi og barði á hurð á heimili í Hafnarfirði. Í ljós kom að um heimili fyrrverandi konu mannsins var að ræða. Þegar lögregla kom á vettvang reyndi maðurinn að flýja á hlaupum en lögreglan elti hann og handtók. Hann gistir fangageymslu lögreglu.

Lögregla hafði afskipti af ökumanni og farþega í bifreið í Kópavogi um miðnætti en mikil kannabislykt var frá bifreiðinni. Við leit í bifreiðinni fundust ætluð fíkniefni og var málið afgreitt á staðnum.

Einn ökumaður sem reyndist vera undir áhrifum fíkniefna var stöðvaður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, samkvæmt dagbók lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert