Ráðherra auglýsir stöður skólameistara

Yngvi Pétursson gegnir starfi rektors þar til ráðið hefur verið …
Yngvi Pétursson gegnir starfi rektors þar til ráðið hefur verið í stöðuna. mbl.is/Styrmir Kári

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur auglýst stöður skólastjórnenda tveggja framhaldsskóla, annars vegar Fjölbrautaskólans í Ármúla og hins vegar Menntaskólans í Reykjavík.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Segir þar að umsóknarfrestur fyrir báðar stöður sé til 8. ágúst. 

Þá kemur einnig fram að Hildur Halldórsdóttir hafi verið settur skólameistari Menntaskólans á Ísafirði tímabundið í eitt ár, vegna námsleyfis Jóns Reynis Sigurvinssonar. Herdís Þuríður Sigurðardóttir hafi þá verið sett í embætti skólameistara Framhaldsskólans á Húsavík til eins árs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert