Sumarlokanir í höndum forstjóra

Einhverjum kann að þykja betra að verja góðviðrisdögunum utandyra en …
Einhverjum kann að þykja betra að verja góðviðrisdögunum utandyra en á skrifstofunni. Margir hafa lokað fram yfir helgi. Jim Smart

Forstöðumenn ríkisstofnana taka sjálfir ákvörðun um hvort og þá hve lengi stofnanir eru lokaðar.

Þetta segir Björn Karlsson, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana, í Morgunblaðinu í dag. Hann segir ekki neinar sérstakar verklagsreglur til um sumarlokanir, en menn ráðfæri sig hins vegar að líkindum við ráðuneyti áður en til þeirra kemur.

Hápunktur sumarsins er að margra mati verslunarmannahelgin, en að henni lokinni snýr fjöldi fólks aftur til vinnu. Þar eru ríkisstarfsmenn engin undantekning. Umhverfisstofnun, Hafrannsóknastofnun og safnaráð eru dæmi um stofnanir sem hafa haft dyr sínar lokaðar síðustu vikur en opna þær aftur á þriðjudaginn, að verslunarmannahelginni afstaðinni. Sama gildir um skrifstofur flestra grunn- og framhaldsskóla auk þess sem margir leikskólar eru einnig lokaðir í nokkrar vikur í júlí.

Uppfært

Upphaflega var talað um að Minjastofnun væri lokuð en það er ekki rétt. Leiðréttist þetta hér með. Þá vill Umhverfisstofnun taka það fram að ekki sé um eiginlega sumarlokun að ræða. Stofnunin sé með skerta þjónustu í tvær vikur og að brugðist sé við málum á þeim tíma. Því sé ekki um að ræða fulla sumarlokun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert