Andlát: Guðjón Petersen

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen

Guðjón Petersen, fyrrverandi framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, lést sl. miðvikudag á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík, 78 ára að aldri

Guðjón fæddist í Reykjavík 20. nóvember 1938, sonur Lauitz Petersen vélstjóra í Reykjavík og Guðnýjar Guðjónsdóttur Petersen húsmóður.

Guðjón lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1961 og skipherraprófi á varðskipum ríkisins 1965. Hann starfaði m.a. sem stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni 1962 til 1971, sem fulltrúi hjá Almannavörnum frá 1971 til 1979 og sem framkvæmdastjóri Almannavarna frá 1979 til 1996. Guðjón var bæjarstjóri í Snæfellsbæ 1996 til 1998 og framkvæmdastjóri Skipstjóra- og stýrimannafélags Íslands, síðar Félags íslenskra skipstjórnarmanna, frá 1999 til 2004.

Guðjón sat í fjölda nefnda í tengslum við störf sín, þar á meðal landgrunnsnefnd, almannavarnanefnd NATO og skipulagsnefnd jarðvísindadeildar UNESCO. Þá var hann ráðgjafi Sameinuðu þjóðanna um almannavarnir á Niue í Kyrrahafi, á Möltu og Azoreyjum.

Hann starfaði einnig í sóknarnefndum Árbæjarsóknar og Fellasóknar, var forseti Rotary-klúbbsins Reykjavík-Breiðholt og varaforseti Farmanna- og fiskimannasambandsins.

Eftir Guðjón liggja m.a. fræðslurit, skýrslur og greinargerðir um náttúruhamfarir og aðra vá og varnir gegn þeim.

Eftirlifandi eiginkona Guðjóns er Lilja Benediktsdóttir verslunarmaður. Þau eignuðust tvö börn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert