252 mál hjá lögreglunni á Suðurlandi

Lögreglan á Suðurlandi hafði í nógu að snúast um helgina.
Lögreglan á Suðurlandi hafði í nógu að snúast um helgina. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Samtals bókaði lögreglan á Suðurlandi 252 mál í dagbók sína um verslunarmannahelgina, eða frá föstudegi og fram á mánudag. 15 minniháttar umferðaróhöpp urðu í umdæminu, en lítil slys á fólki. 28 ökumenn voru stöðvaðir undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna, þar af 17 á leið úr Landaeyjahöfn, og 35 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar.

Þrjár líkamsárásir hafa verið tilkynntar að kærðar til lögreglunnar um helgina og þá voru einnig tvö kynferðisbrot tilkynnt lögreglunni, en mbl.is fjallaði um þau fyrr í kvöld.

Í færslunni segir að lögreglan sé almennt ánægð með helgina „sem gekk vonum framar, þrátt fyrir mikinn eril, fjölda mála og fjölda fólks í umdæminu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert