Hófleg uppskera og allt helst í hendur

Sturla Þormóðsson á Fljótshólum með nýuppteknar rófur.
Sturla Þormóðsson á Fljótshólum með nýuppteknar rófur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Veðrið í sumar hefur verið ágætt og uppskeran í haust verður í meðallagi. Þegar framboð afurða er hóflegt kemur það fram í afurðaverði til okkar bænda. Afkoman ætti að verða í lagi, en svona helst allt í hendur í búskapnum,“ segir Sturla Þormóðsson, bóndi á Fljótshólum í Flóa.

Á Fljótshólum, sem eru neðst í Flóanum fram við sjó og við Þjórsárósa, var í vikunni byrjað að taka upp gulrófur í görðunum sem Sturla og kona hans, Mareike Schacht og svo Sævar Sigurvinsson og Louise Aitken í Arabæ, sem er nærliggjandi bær, erja saman.

Farið er yfir garðana með stórri upptökuvél svo rófurnar rótast ofan í sekkina og svo er þeim sturtað í stóra kassa. Komnar í hús eru þessar afurðir svo flokkaðar, snyrtar og þvegnar áður en þær fara með flutningabíl til Reykjavíkur. Góðar aðstæður eru til garðbúskaps og ræktunar jarðávaxta á Fljótshólum, segir í Morgunblaðinu í dag.

Rófurnar rótast í sekkina.
Rófurnar rótast í sekkina. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert