Niðurrif að hefjast

Rífa á gamla Íslandsbankahúsið við Lækjargötu og reisa hótel.
Rífa á gamla Íslandsbankahúsið við Lækjargötu og reisa hótel. mbl.is/RAX

Niðurrif gamla Íslandsbankahússins við Lækjargötu 12 hefst í þessum mánuði. Þar verður byggt nýtt hótel á vegum Íslandshótela. Davíð T. Ólafsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði í gær að búist væri við að framkvæmdin tæki ekki langan tíma.

Stefnt væri að því að hefja uppbyggingu á lóðinni snemma á næsta ári og við það væri miðað að hótelið yrði opnað í október 2019. Davíð sagði að minjum bæjarstæðis frá landnámsöld, sem fundust við fornleifarannsókn á lóðinni, yrðu gerð mjög góð skil innan hótelbyggingarinnar. Hann sagði að ekki lægi fyrir með hvaða hætti það yrði, en unnið væri að því í góðri samvinnu við borgaryfirvöld og Minjastofnun.

Hótelbyggingin verður fimm hæðir, auk kjallara, með 115 gistiherbergjum, þar af 10 svítum. Á jarðhæð er fyrirhugað að hafa verslanir, veitingastað og bar og í kjallara heilsulind auk fundarherbergja, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert