Hótanir, vopn og árás

mbl.is/Eggert

Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna líkamsárásar, skemmdarverka, hótana og vopnalagabrots á Fiskislóð skömmu eftir miðnætti í nótt. Átta gista fangageymslur lögreglunnar eftir nóttina.

Lögreglunni barst tilkynning um unga stúlku sem hafði dottið á Tryggvagötu um þrjú í nótt. Var hún illa áttuð eftir fallið en meiðsl hennar voru minniháttar, samkvæmt dagbók lögreglunnar.

Einn maður er í haldi lögreglu vegna skemmdarverka og fíkniefnalagabrots við Hamraborg í Kópavogi á fjórða tímanum í nótt. Hann gistir fangageymslu lögreglunnar.

Eitthvað var um minniháttar líkamsárásir í miðborginni í nótt og fjölmargir voru teknir undir áhrifum fíkniefna og eða áfengis undir stýri.

Klukkan 23:35 var ökumaður stöðvaður á Njarðargötu vegna gruns um ölvunarakstur. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.

Klukkan 03:08 var ökumaður stöðvaður á Reykjanesbraut vegna gruns um ölvunarakstur. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.

Klukkan 03:19 var ökumaður stöðvaður á Bjarkargötu vegna gruns um ölvunarakstur. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.

Klukkan 03:30 var kona stöðvuð í Jafnaseli vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og á stolnum bíl. Hún gistir fangageymslu lögreglunnar.

Klukkan 03:30 var ökumaður stöðvaður í Stigahlíð vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.

Klukkan 03:40 var ökumaður stöðvaður á Vesturlandsvegi vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.

Klukkan 04:26 var ökumaður stöðvaður við Naustin vegna gruns um ölvunarakstur. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.

Klukkan 05:15 var ökumaður stöðvaður á Njarðargötu vegna gruns um ölvunarakstur. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert