Uppfærður eftir flóðið

Síðustu handtökin í viðgerð hjá Bílastjörnunni í Reykjavík á Unimog-trukki …
Síðustu handtökin í viðgerð hjá Bílastjörnunni í Reykjavík á Unimog-trukki Ísólfs á Seyðisfirði. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er okkar mikilvægasta tæki í barningi við Fjarðarheiðina og fleiri staði og við hlökkum til að fá hann aftur austur í notkun,“ segir Helgi Haraldsson, formaður Björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði, um öflugasta björgunarbíl sveitarinnar, af gerðinni Mercedes Benz Unimog, sem sýndur er við Hörpu um helgina í tilefni af ráðstefnunni Björgun.

Trukkurinn skemmdist mikið í aurskriðu sem skall á Seyðisfjörð skömmu fyrir jólin 2020. Einn björgunarsveitarmaður var í eftirlitsferð á bílnum þegar flóðið féll og flaut þetta öfluga ökutæki eina 70 metra með aurnum. Unimoginn er rúm fimm tonn að þyngd, á 50 tommu dekkjum, og segir Helgi mikla mildi að ekki hafi farið verr. Björgunarsveitarmanninn sakaði ekki.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Trukkurinn sópaðist eina 70 metra með flóðinu á Seyðisfirði.
Trukkurinn sópaðist eina 70 metra með flóðinu á Seyðisfirði.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert