Stór skjálfti í Mýrdalsjökli

Stór skjálfti varð í Mýrdalsjökli í kvöld.
Stór skjálfti varð í Mýrdalsjökli í kvöld. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Stór jarðskjálfti varð í Mýrdalsjökli í kvöld. Fyrstu mælingar gefa til kynna að hann hafi verið 3,5 að stærð. 

Þetta staðfestir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, í samtali við mbl.is. 

Skjálftinn varð klukkan 23.17 og hefur Veðurstofu ekki borist tilkynningar um að hann hafi fundist í byggð. Salóme segir þó líklegt að hann hafi fundist í Þórsmörk og þar í grennd.

Skjálftinn varð í suðvestanverðri Kötluöskju og fylgdu fáeinir smáskjálftar í kjölfarið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert