Ræður þú við PISA-könnunina?

Menntamálastofnun deildi nokkrum sýnidæmum með mbl.is.
Menntamálastofnun deildi nokkrum sýnidæmum með mbl.is. Ljósmynd/Colourbox

Stærðfræðilæsi er sterk­asta svið ís­lenskra nem­enda í PISA en þrátt fyrir það stóðu fimmtán ára nem­end­ur á Íslandi sig ekki eins vel í stærðfræðilæsi og jafn­aldr­ar sín­ir á Norðurlöndunum eða nem­end­ur að jafnaði í ríkj­um OECD.

Í PISA 2022 var sér­stök áhersla á stærðfræði og fleiri próf­verk­efni en áður reyndi á stærðfræðilega rökhugs­un nem­enda.

Menntamálastofnun deildi nokkrum sýnidæmum með mbl.is úr þeim kafla PISA-könnunarinnar er snýr að stærðfræðilæsi. Kaflanum er skipt í þrjár einingar: þríhyrningamynstur, sólkerfi og skóglendi.

Eining eitt: Þríhyrningamynstur

Fyrsta spurningin innan einingarinnar þríhyrningamynstur eiga nemendur að reikna út hlutfall blárra þríhyrninga í mynstrinu á mynd. Verkefninu er aðallega ætlað að beina athygli þeirra að mynstrinu. Verkefnið flokkast í færnisviðið að beita stærðfræði og efnissviðið magn.

Taktu prófið hér.

Hvert ætli rétta svarið sé?
Hvert ætli rétta svarið sé? Skjáskot/PISA

Næsta spurning biður nemendur aftur um að reikna hlutfall þríhyrninga en í þetta sinn eftir að þeir hafa bætt röð við mynstrið sem ekki er sýnd á myndinni. 

Hvert verður hlutfall þríhyrninganna þegar annarri röð er bætt við …
Hvert verður hlutfall þríhyrninganna þegar annarri röð er bætt við mynstrið? Skjáskot/PISA

Þriðja spurningin í einingunni byggir á hinum tveimur og biður nemendur um að meta fullyrðingu um það hvað verður um hlutfall blárra þríhyrninga þegar fleiri röðum er bætt við og mynstrið heldur áfram. 

Hefur Alex rétt fyrir sér um að rauðu þríhyrningarnir verði …
Hefur Alex rétt fyrir sér um að rauðu þríhyrningarnir verði alltaf fleiri en hinir bláu? Skjáskot/PISA

Eining tvö: Sólkerfi

Næsta eining í prófinu snerist um sólkerfið og voru þar tvær spurningar.

Taktu prófið hér

Í fyrri spurningu einingarinnar sjá nemendur líkan þar sem fram koma meðalfjarlægðir á milli þriggja óþekktra reikistjarna og nemendur þurfa að svara því um hvaða reikistjörnur er að ræða með því að draga þær yfir í líkanið, með því að bera saman fjarlægð reikistjarnanna frá sólu. 

Veist þú hver fjarlægðin er á milli Satúrnusar og Úranusar?
Veist þú hver fjarlægðin er á milli Satúrnusar og Úranusar? Skjáskot/PISA

Í seinni spurningu þurfa nemendur að svara því hversu marga milljónir kílómetra reikistjarnan Neptúnus er frá sólinni. Til að svara þurfa þeir að skoða töfluna til hægri sem sýnir fjarlægðina í stjarnfræðieiningum (se) og umreikna hana yfir í kílómetra.

Ein stjarnfræðieining er um 150 milljónir kílómetra.
Ein stjarnfræðieining er um 150 milljónir kílómetra. Skjáskot/PISA

Eining þrjú: Skóglendi

Í þriðju einingunni, Skóglendi, byrja nemendur á því að lesa inngangstexta sem kynnir fyrir þeim viðfangsefni einingarinnar og eðli prófverkefnanna sem fylgja.

Taktu prófið hér.

Áður en nemendur svara spurningum í Skóglendi fara þeir í gegnum stutta æfingu þar sem þau kynnast virkni töflureiknisins. Gögnin í töflureikninum í verkefnum Skóglendis sýna umfang skóglendis sem prósentu af heildarflatarmáli landsvæðis í 15 löndum.

Í þriðju einingu prófsins fengu nemendur að styðjast við töflureikni …
Í þriðju einingu prófsins fengu nemendur að styðjast við töflureikni og fengu fyrst leiðbeiningar á því hvernig skal nota slíka reiknivél. Skjáskot/PISA

Í fyrsta verkefni innan einingarinnar eiga nemendur að nýta sér töflureikni til þess að svara eftirfarandi spurningum:

  • Í hvaða landi var mest aukning frá 2005 til 2015, mælt í prósentustigum?
  • Í hvaða landi var engin heildarbreyting frá 2005 til 2015?
  • Í hvaða landi varð mest minnkun frá 2005 til 2015, mælt í prósentustigum?

Í öðru skóglendisverkefninu eiga nemendur að svara því hver eftirfarandi staðhæfinga lýsir réttilega meðalbreytingunni (breytingu á meðaltali) á skóglendi í prósentum fyrir bæði tímabilin.

  • Meðalbreytingin var jákvæð yfir bæði tímabilin.
  • Meðalbreytingin var neikvæð yfir bæði tímabilin.
  • Meðalbreytingin var sú sama yfir bæði tímabilin.
  • Meðalbreytingin var jákvæð yfir annað tímabilið og neikvæð yfir hitt tímabilið.

Í þriðja verkefninu eiga nemendur að svara í hvaða tveimur löndum stærsta breytingin varð á prósentu skóglendis frá einu tímabili til næsta tímabils.

Í fjórðu spurningunni áttu börn að svara hvort sú fullyrðing sé rétt að meira skóglendi sé í Suður-Kóreu en nokkru öðru landi á listanum miðað við ártölin sem eru sýnd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert