#11 Rökrætt um orkukrísu og eldsumbrot

Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri hjá Orkustofnun, sat fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála sem sýndur var í beinu streymi hér á mbl.is kl. 14.

Lagðar voru krefjandi spurningar fyrir orkumálastjóra sem tengjast orkumálum á Íslandi og hver sé að vænta miðað við þá stöðu sem nú er uppi.

Staðan óljós

Staða orkumála hér á landi hefur um hríð þótt óljós og yfirvofandi orkuskortur í náinni framtíð á raforku og heitu vatni ekki útilokaður.

Forsendur Orkustofnunar um fyrirhugaðar breytingar á raforkulögum um orkusölu hafa hlotið mikla gagnrýni að undanförnu. Ekki síst samhliða þeirri staðreynd að ekki hefur verið hægt að tryggja stórnotendum næga raforku til að halda framleiðsluháttum sínum gangandi með eðlilegum hætti.

Þá hafa ham­far­irn­ar á Reykja­nesskaga ekki bætt úr skák. Ljóst er að hraun­streymið ógn­ar lífæðum orku­gjafa á svæðinu og er ástandið nú þegar farið að hafa víðtæk áhrif á heim­ili og fyr­ir­tæki á Reykja­nessvæðinu. Í gær var neyðarstigi al­manna­varna lýst yfir vegna stöðunn­ar.

Yfirferð á stærstu fréttum vikunnar

Ekki er hægt að segja að fréttaþurrð hafi einkennt líðandi viku og eðli málsins samkvæmt báru fréttir af hamförunum á Reykjanesskaga helst á góma.

Þau Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins, fóru yfir áhrif jarðhræringa á svæðinu og mögulegar sviðsmyndir sem hægt er að teikna upp miðað við það sem nú hefur raungerst á Reykjanesinu; sex eldgos á tæplega þremur árum.

Fylgstu með fróðlegri og líf­legri sam­fé­lagsum­ræðu í Spurs­mál­um alla föstu­daga á mbl.is kl. 14.

Halla Hrund Logadóttir, Ari Trausti Guðmundsson og Helga Árnadóttir eru …
Halla Hrund Logadóttir, Ari Trausti Guðmundsson og Helga Árnadóttir eru gestir Spursmála að þessu sinni. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert