Hlíta niðurstöðu um hleðsluáskrift

Í svari ON til Morgunblaðsins kemur fram að umrætt fyrirkomulag …
Í svari ON til Morgunblaðsins kemur fram að umrætt fyrirkomulag í fjöleignarhúsum sé á 19 stöðum. mbl.is/Árni Sæberg

Orka náttúrunnar, ON, ætlar ekki að kæra ákvörðun raforkueftirlits Orkustofnunar (ROE) til úrskurðarnefndar raforkumála.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær var það niðurstaða ROE að ON hefði brotið 18. grein raforkulaga með því að selja raforku fyrir aðra notkun en á hleðslustöðvum í fjöleignarhúsi.

ON var einnig brotlegt í sama tilviki gegn ákvæði reglugerðar um raforkuviðskipti og mælingar „með því að fara út fyrir heimildir þjónustuveitanda raforku“.

Í svari ON til Morgunblaðsins kemur fram að umrætt fyrirkomulag í fjöleignarhúsum sé á 19 stöðum. Unnið hafi verið að því að taka þennan búnað út, og nýjar slíkar stöðvar ekki verið settar upp síðan 2021. Þær hafi verið barn síns tíma. Áætlar ON að stöðvarnar fari út fyrir sumarlok, í samráði við viðkomandi húsfélög.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert