Meiri straumur á Suðurland

Páskahelgin er ein stærsta ferðahelgi ársins. Mynd úr safni.
Páskahelgin er ein stærsta ferðahelgi ársins. Mynd úr safni. mbl.is/Hallur Már

Umferð af höfuðborgarsvæðinu út á land hefur gengið vel að sögn Lúðvíks Krist­ins­sonar, varðstjóra í um­ferðardeild lög­regl­unn­ar. Páskahelgin er ein stærsta ferðahelgi ársins og segir Lúðvík að mikil umferð hafi verið út bænum í gær og í dag.

Allt hefur gengið vel fyrir sig og engin slys hafa orðið. 

„Það virðast allir bara vera með góða skapið og afslappaðir,“ segir hann.

Lögreglan með aukið eftirlit um helgina

Lögreglan var með töluvert eftirlit í gær og stefnir á aukið eftirlit um helgina. 

„Það hafa ekki verið neinir toppar. Þetta hefur gengið jafnt og þétt, allt á góðum takti.

Engin sérstök álagssvæði hafa verið til vandræða segir Lúðvík aðspurður, en bætir við að meiri straumur ökutækja hafi verið inn á Suðurland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert