Stefnir í góða páskahelgi í Hlíðarfjalli

Fjölmargir hafa lagt leið sína í Hlíðarfjall í dag.
Fjölmargir hafa lagt leið sína í Hlíðarfjall í dag. mbl.is/Þorgeir

Lands­menn ættu að geta unað sér vel á skíðum í Hlíðarfjalli um páskana, en það stefn­ir í fín­asta skíðaveður auk þess sem boðið verður upp á alls kyns afþreyingu í fjallinu.

Meirihluti landsmanna er kominn í fimm daga páskafrí og starfsfólk Hlíðarfjalls býst við töluverðum fjölda í fjallið næstu daga. 

Gott skíðaveður um helgina

Um 1.500 manns höfðu lagt leið sína í fjallið þegar mbl.is tók stöðuna um hádegisbil. Starfsmenn gera ráð fyrir því að um 2.000 manns verði á svæðinu á hverjum degi í páskafríinu.

Búist er við góðu skíðaveðri um helgina fyrir norðan, lítilsháttar snjókomu og mildu vetrarveðri. Á laugardag hvessir aðeins en það ætti ekki að hafa mikil áhrif.

Nægur snjór er í brekkunni og starfsmenn búast við því að opið verði í fjallinu alla helgina.

Góðu skíðaveðri er spáð fyrir norðan um helgina.
Góðu skíðaveðri er spáð fyrir norðan um helgina. Kristinn Magnúsosn,Kristinn Magnússon

„Apres ski“ og plötusnúður á svæðinu

Mikið verður um viðburði í fjallinu. DJ Ayobe mun spila tónlist á svæðinu alla daga. Þá verður boðið upp á „apres ski“ við skíðahót­elið á hverjum degi klukkan 14.

Tónlistarmennirnir Rúnar Eff og Jónsi munu vera með tónleika á laugardag og sunnudag við skíðahótelið sem stendur rétt utan skíðasvæðisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert