Japanska geimfarið vaknaði aftur til lífsins

Geimfarið vaknaði aftur til lífsins.
Geimfarið vaknaði aftur til lífsins. AFP

Japanska könnunarfarið SLIM vaknaði óvænt aftur til lífsins í gær eftir erfiðan tíma á tunglinu. 

Lending könnunarfarsins á tunglinu 20. janúar heppnaðist illa með þeim afleiðingum að sólarskildir þess gátu ekki framleitt rafmagn og varð geimfarið því nærri rafmagnslaust. Ákveðið var að slökkva á tækinu í von um að það myndi byrja að hlaða inn orku síðar.

Í lok janúar vaknaði SLIM aftur til lífsins í tvo daga og tókst að gera vísindarannsóknir en sofnaði síðan aftur.

„Í gær sendum við skilaboð, sem SLIM svaraði,” sagði Geimvísindastofnun Japans (JAXA), á X.

Eftir stuttan tíma var samskiptunum slitið vegna hitastigsins á tunglinu en verið er að undirbúa frekari verkefni könnunarfarsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert