Vinsælasta brownie uppskriftin á Pinterest

Þetta dreymir flesta um að smakka.
Þetta dreymir flesta um að smakka. SomethingSwanky.com

Löðrandi saltkarmella og guðdómleg girnilegheit einkenna þessa köku sem slegið hefur í gegn svo um munar. Yfir milljón manns hafa krækt sér í hana inn á Pinterest og telst hún formlega vinsælasta brownie kakan þar - og skyldi engan undra.

Saltkarmelluæðið er í hámarki og því má búast við að þessi uppskrift eigi eftir að slá í gegn hér á landi eins og annarsstaðar. Við mælum með því að þið látið karmelluna liggja ofan á kökunni yfir nótt en höfundar uppskriftarinnar fullyrða að þá sjúgi kakan karmelluna í sig og verði ennþá girnilegri.

Hér er notast við tilbúna karmellusósu og hægt er að fá slíkar víða hér á landi.

Uppskrift

  • 400 gr sykur
  • 180 gr hveiti
  • 4 egg
  • 1/2 tsk salt
  • 60 gr kakó
  • 60 gr súkkulaðibitar (70% súkkulaði)
  • 230 gr smjör
  • 460 gr súkkulaði (70%)
  • 3 dl karmelusósa
  • gróft sjávarsalt

Aðferð:

  1. Hitið ofninn upp í 180 gráður. Smyrjið form sem er 20 x 20 cm.
  2. Bræðið saman smjörið og súkkulaðið (ekki súkkulaðibitana). Kælið örlítið
  3. Hrærið sykrinum og eggjunum saman við. Blandið síðan hveiti, kakói og salti. Setjið að lokum súkkulaðibitana í blönduna.
  4. Setjið deigið í formið og bakið i 30-35 mínútur eða þar til þið getið stungið tannsöngli í kökuna og hann kemur nokkuð hreinn upp úr.
  5. Látið kökuna kólna nokkuð vel áður en þið hellið karmellunni ofan á og stráið svo nokkuð vel af salti yfir.
Girnilegar eru þær.
Girnilegar eru þær. SomethingSwanky.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert