Eva Laufey tók eldhúsið í gegn

Falleg litapalletta einkennir eldhúsið og persónulegir munir Evu.
Falleg litapalletta einkennir eldhúsið og persónulegir munir Evu. mbl.is/Eva Laufey Kjaran

Sjónvarpsstjarnan Eva Laufey tók eldhúsið sitt í gegn og lagði mikinn metnað í verkið eins og hennar er von og vísa. Eins og gefur að skilja þarf allt að virka vel enda eldhúsið vinnusvæði hennar og því skiptir það höfuðmáli að það sé í lagi.

Eva flutti aftur á æskustöðvarnar á Akranesi í fyrra og í húsinu sem hún keypti var nýbúið að skipta um eldhúsinnréttingu sem hún kveðst afskaplega ánægð með. Hins vegar vildi hún færa helluborðið og skipta út borðplötunni fyrir stein. Kvarts varð fyrrir valinu en það er náttúrulegur steinn samansettur úr hreinum kísil og súrefni. Eva er sérlega ánægð með valið og finnst hann guðdómlega fallegur að eigin sögn.

Hægt er að skoða eldhúsið betur á heimasíðu Evu Laufeyjar.

Plássið nýtist mjög vel og sniðugt er að hafa eldavélina …
Plássið nýtist mjög vel og sniðugt er að hafa eldavélina á eyjunni. mbl.is/Eva Laufey Kjaran
Fallegt...
Fallegt... mbl.is/Eva Laufey Kjaran
Barstólarnir gera mikið fyrir rýmið enda skapar það skemmtilega stemningu …
Barstólarnir gera mikið fyrir rýmið enda skapar það skemmtilega stemningu í eldhúsinu að geta setið og fylgst með því sem fram fer. mbl.is/Eva Laufey Kjaran
Myndahillurnar nýtast vel fyrir plöntur og bækur.
Myndahillurnar nýtast vel fyrir plöntur og bækur. mbl.is/Eva Laufey Kjaran
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert