Arftaki plastfilmunnar fundinn

Plastið teygist vel.
Plastið teygist vel. mbl.is/StayFresh/Fanela

Plastfilmur eru hið mesta þarfaþing eins og flestir kannast við en þær eru algjörir skaðvaldar þegar kemur að umhverfinu. Það er því með slæmri samvisku sem margur (ég) arkar út í búð eftir meiri plastbirgðum. 

Það var því sannkallað gleðiefni að rekast á þessa snilld enda hef ég verið að leita að verðugum staðgengli fyrir plastfilmurnar í langan tíma. Varan heitir Stay Fresh og ber nafn með rentu. 

Þar hefur margt borið á góma eins og bambusblöð og annað en ekkert sem hefur algjörlega getað komið í staðinn - fyrr en núna. 

Ég vil meina (ef eitthvað er að marka umfjöllunina) að þetta sé gargandi snilld. Margnota og virðist þola illa meðferð. 

Ekki fylgir sögunni hvort þetta sé fáanlegt hér á landi eða bara í gegnum netverslunina en sendið okkur endilega ábendingar á matur@mbl.is ef þið rekist á þetta. 

Hægt er að nálgast Stay Fresh hér.

Athugasemd við frétt: Okkur hefur borist sú ábending að sambærilegt plast sé til í Byggt og búið. Eftir leit fundum við þetta á heimasíðunni þeirra. Slóðin er hér.

Athugasemd við frétt: Okkur hefur borist önnur ábending um að I Heildverslun sé einnig búin að selja svona í mörg ár. Slóðin er hér.

Plastið er nokkuð gegnsætt.
Plastið er nokkuð gegnsætt. mbl.is/StayFresh/Fanela
Auðvelt er að skola af henni.
Auðvelt er að skola af henni. mbl.is/StayFresh/Fanela
Það lekur ekkert með Stay Fresh (ef marka má myndina).
Það lekur ekkert með Stay Fresh (ef marka má myndina). mbl.is/StayFresh/Fanela
Plastið má setja í örbylgjuofn eins og hefðbundna plastfilmu.
Plastið má setja í örbylgjuofn eins og hefðbundna plastfilmu. mbl.is/StayFresh/Fanela
Hægt er að nota Stay Fresh til að opna krukkur.
Hægt er að nota Stay Fresh til að opna krukkur. mbl.is/StayFresh/Fanela
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert