Af hverju ættir þú að borða sólblómafræ?

Sólblómafræ eru ótrúlega auðug af vítamínum og verðugt að nýta …
Sólblómafræ eru ótrúlega auðug af vítamínum og verðugt að nýta þau í matargerð á marga vegu. Samsett mynd

Sólblómafræ er ótrúlega auðug af vítamínum og eru afar fjölhæf fræ. Helsti kostur þeirra er að þau næra allan líkamann. Hægt er að leika sér með sólblómafræin í matargerð og nýta þau í svo margt, miklu meira en þig grunar. Til að mynda eru hrá sólblómafræ tilvalið snakk, þau eru holl og full af næringu og langt um betri en sætmeti og því tilvalið að fá sér fræin í millimál. Síðan eru þau líka góð í safa, í súpur, í morgunverðinn og í salatið. 

Vörn gegn krabbameini og hjartasjúkdómum

Sólblómafræin eru rík af auðmeltu próteini sem eru nauðsyn fyrir frumur, taugar og vefi. Sólblómafræ eru góð vörn gegn krabbameini en þau innihalda meðal annars E-vítamín sem er líka þekkt sem tocopherol en það er andoxunarefni sem að ver frumurnar frá sindurefnum sem er góð vörn gegn krabbameini.  Einnig passar það vel upp á hjartað, þau eru lág í mettaðri fitu sem er það sem þarf fyrir hjarta- og æðakerfið. Þau geta því haft áhrif á heilablóðfall, hjartaáfall og stíflaðar æðar svo dæmi séu tekin. Þau eru líka full af D-vítamíni, B-complex og K-vítamínum.

Góð fyrir augun

Sólblómafræ eru góð fyrir augun þar sem þau geta komið í veg fyrir að þú fáir starblindu. Þau geta gert augunum gott ef þau eru viðkvæm fyrir ljósi og einnig vörn gegn þreytu í augum. Svo styrkja þau hár og neglur sem er líka mjög gott. 

Loks er vert að nefna að sólblómafræ eru há í selenium, magnesium, zinki og járni semstyrkir blóðið og ónæmiskerfið. Þau innihalda þau lignans, phenolic acids og tryptophan sem gerir þau afar góð fyrir þá sem að sofa laust og fyrir þá sem eru að reyna létta sig og breyta mataræði sínu og fara yfir í hollara fæði. Það eru margar ástæður fyrir því að þú ættir að borða sólblómafræ og nýta þau meira í matargerðina.

Sólblómafræin má setja í morgunverðarskálin ásamt fleiri hollum fræjum og …
Sólblómafræin má setja í morgunverðarskálin ásamt fleiri hollum fræjum og ljúfmeti. Unsplash/Daria Nepriakhina
Sólblómafræin eru fullkomin í súpuna.
Sólblómafræin eru fullkomin í súpuna. Unsplash/Jade Aucamp
Til eru ljúffeng brauð með sólblómafræjum auk þess sem fræin …
Til eru ljúffeng brauð með sólblómafræjum auk þess sem fræin eru ótrúlega góð ofan á brauð með hollu góðgæti. Unsplash/Ola Mishchenko
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert