Miðaldra í smá kaffikrísu

Kristjana Dröfn Haraldsdóttir, alla jafna kölluð Jana, var komin í …
Kristjana Dröfn Haraldsdóttir, alla jafna kölluð Jana, var komin í kaffi krísu en fann lausnina. mbl.is/Hákon Pálsson

Það er fátt sem veitir mörgum jafn mikla gleði og góður sterkur kaffibolli strax á morgnana. Ein þeirra sem sem getur varla án þess verið er Kristjana Dröfn Haraldsdóttir, alla jafna kölluð Jana, heilsumarkþjálfi, jógakennari og nuddari.

Jana hefur mikinn áhuga á heilsusamlegum lífsstíl fyrir líkama og sál. Hún á og rekur fyrirtækið Nærandi líf og heldur úti heimasíðunni Nærandi líf þar sem hún birtir gjarnan uppskriftir úr sinni smiðju.

„Ég veit vel, líf mitt er frekar sorglegt, hvað varðar þetta kaffiþamb. En það er þessi nærandi morgunvenja sem frískar upp á heilann minn fyrir verkefni dagsins sem ég hef haldið svo fast í. Reyndar kannski eins og fleiri nýti ég mér kaffi til að fá orkuskot til þess eitt að halda út daginn. Við fáum okkur kaffi til þess að fá tímabundna orku,“ segir Jana.

Miðaldra með hormónaójafnvægi

Það rann upp fyrir mér einn daginn að ég var orðin miðaldra, eins yndislegt og það er. Þannig að þessi sterki yndislegi morgunkaffibolli var kannski ekki það besta fyrir hormónanna mína sem eru í pínu ójafnvægi þessa dagana. Reyndar var ég líka að fá mér nokkra kaffibolla yfir daginn, sem hefur líka áhrif. Ég fann út að þetta var kannski ekki það skynsamlegast sem ég gat gefið mér í morgunsárið. Ég áttaði mig á því að kaffið var að hafa meiri áhrif á mig heldur en ég gerði mér grein fyrir hvað varðar orku, vellíðan og streitu.

Jana fór því að huga að því hvernig í ósköpum hún gæti farið að sleppa kaffibollanum. „Í alvöru, þá get ég nú alveg sleppt öllum verkefnum dagsins, pakkað saman og dregið sængin upp fyrir haus. Í hreinskilni sagt get ég alveg lofað ykkur því að ég væri mjög líklega ekki skemmtilegur félagsskapur án kaffibollans,“ segir Jana og hlær. 

Þannig var að ég var komin í mjög náið samband við kaffibollann á þessum tíma. Ég var komin í haltu mér slepptu mér samband við bollann. Suma daga reyndi ég að sleppa bollanum með viðeigandi sorg og geðillsku og hinn daginn gat ég sannfært heilann minn með ýmsir konar blekkingum eins og: „Jana mín fáðu þér einn bolla án eða að þetta hefur engin áhrif á þig eða þína hormóna.“

Virkni kaffi í staðinn fyrir venjulegt kaffi

Í raun langaði Jönu ekkert að sleppa kaffinu en líkami hennar var ekki alveg á því. Mig langaði samt að byrja daginn betur og leyfa hormónunum mínum að blómstra. Sérstaklega í ljósi þess að þeir minnka með tilheyrandi aldur og með tilheyrandi óþægindum. Þannig var ég fór aðeins á stúfana. Ég fór á Internetið, las mér til og fann út að kaffiheimurinn er að breytast. Ég fann út að allir voru að tala um Functional kaffi (íslensk þýðing hagnýtt kaffi) Ég nota virkni kaffi,“ segir Jana og á í raun erfitt með finna rétt íslenska heitið yfir þetta kaffi. 

Functional kaffi eða virkni kaffi,  er kaffið sem flestir þekkja og elska en með bættri blöndu af aðlögunarefnum eins og t.d sveppum, stundum próteini, stundum jurtum eins og CBD og túrmerik, og jafnvel stundum Probiotics. Jafnvel getur Functional kaffi verið alveg tilbúið þegar þú kaupir þér poka, þá er búið að bæta við Adaptogens eins og sveppum við kaffið í brennsluferlinu. Eina sem þú gerir er að kaupa poka af sveppakaffi og býrð þér svo til yndislegan kaffibolla sem afstýrir orku hruni og stuðlar að einbeitingu og jafnvel betri ró, ásamt því að kaffið er sýru minna en venjulegt kaffi. Á þessu brölti mínu á netinu fór ég að sýna þessu nýja kaffiformi mikinn áhuga. Ég hafði stundum sett kókosolíu í venjulega kaffið mitt, en ekkert gert neitt meira með það. Það var ekki fyrr en ég var stödd á vörusýningu með lífrænar vörur í Þýskalandi í febrúar síðastliðinn að ég fann framleiðanda sem hefur sett sveppi út í kaffið, þá í brennsluferlinu. Þetta kaffi er lífrænt sveppakaffi. Þetta er frábært kaffi, með góðri virkni og ekki skemmir fyrir hvað það er bragð gott.

Hvað er sveppakaffi?

Sveppakaffi er næsta kynslóð af kaffi. Einstakt sýrulítið Functional” sveppakaffi, sem bragðast eins vel og uppáhalds kaffibollinn ykkar og skaðar ekki heilsuna. Það var einmitt þar sem ég stoppaði við þegar ég var að kynnast þessu kaffi. Get ég virkilega fengið mér gott kaffi án aukaverkana. Sveppirnir virka sem svokallaðir adaptogens og geta aðstoðað við að draga úr streituviðbrögðum koffínsins og aukaverkunum sem fylgja koffínneyslu.

Aðspurð segir Jana að sveppirnir séu aðlögunarefni (Adaptogen planta) sem hjálpa til við að styðja við varnarkerfi líkamans, draga úr orkuleysi og kemur í veg fyrir síþreytu, ásamt því að hjálpa líkamanum að takast á við streitu og álag. Sveppir styðja við að takast betur á við streitu, álag og kvíða. Sveppir styðja líka við jafnvægi fyrir hormónaframleiðslu líkamans. Adaptogen vinna vel að því að virkja líkamsstarfsemina án aukaverkana. Sveppirnir eru ekki meðferð eða til að lækna en geta þeirra er einstök til þess að styðja við náttúrulegt varnarkerfi líkamans gegn álagi daglegs lífs,“ segir Jana og bætir við að sveppirnir stuðli að minni sýrustigi í kaffinu.

Ra hygge sveppakaffið

Ra hygge er kaffi með lágu sýrustigi, er eina heilbauna sveppakaffið sem er lífrænt. Kaffið er unnið frá smábændum í Perú sem hugsa vel um umhverfið og fólkið sem ræktar kaffið.  Hygge notar lífrænt sveppaþykkni sem hefur góð áhrif á líkamann í langan tíma, stuðla að jafnvægi  og kemur í veg fyrir jitters(skjálfta) áhrif frá kaffinu.

Í dag nýt ég þess að fá mér góða kaffibolla án þess að kaffið hafi áhrif á mig. Ég hef líka minnkað kaffi neysluna. Ég drekk um það bil 2 bolla á dag og fíla það í botn. Mér finnst bara svo geggjað að fá mér gott kaffi á morgnanna. Njóta ilmsins og bragðsins. Ég er líka dugleg að gera mér allskonar kaffidrykki með allskonar jurtum, jurtamjólk og líka ískaffi. Það sem veitir mér líka vellíðan er að vita að ég er að drekka gott kaffi án aukaefna. Allir sem elska kaffi ættu að geta drukkið kaffi án þess að finna fyrir aukaverkunum, auk þess að fá betri kaffi upplifun,“ segir Jana að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert